Hér er birtur annáll efnahagsmála og sögulegar hagtölur fyrir Ísland á þeim hundrað árum sem eru liðin frá því Ísland varð fullvalda árið 1918 en Seðlabanki Íslands hefur unnið að því að taka þessar upplýsingar saman og eru þær aðgengilegar hér á þessari síðu.

Um er að ræða birtingu á annál um aðgerðir, atburði og þróun í peningamálum og efnahagsmálum í eitt hundrað ár auk birtingar á sögulegum hagtölum - framlengingu á nokkrum gagnaröðum sem birtust í ritinu Hagskinna sem gefið var út árið 1997. Þar birtast 12 gagnaraðir sem lúta að mestu að upplýsingum um bankakerfi og peningamál. Samantektin miðar að því að heildstæð birting á þessu efni geti komið þeim að notum sem vilja glöggva sig betur á þróun peningamála og efnahagsmála hér á landi síðustu hundrað árin.