Hér að neðanverðu eru birtar sögulegar hagtölur sem eru framlenging á nokkrum gagnaröðum sem birtust í ritinu Hagskinna sem gefið var út af Hagstofu Íslands árið 1997

Hagskinna

Hægt er að nálgast upprunalega ritið og töflur á Excel-formi á vefslóðinni: https://sogulegar.hagstofa.is. Þær gagnaraðir sem hafa verið framlengdar eru 12 talsins og lúta að mestu að gögnum um bankakerfi og peningamál. Þess er vænst að þetta efni geti komið þeim að notum sem vilja glöggva sig betur á hagþróun hér á landi síðustu hundrað árin.

Athugið að í nokkrum tilfellum var hægt að framlengja gagnaraðir að fullu (gengi, inn- og útlán innlánsstofnana) í öðrum tilfellum var hægt að framlengja gagnaraðir að mestu (vexti, en búið er að leggja af einhver form). Í einhverjum tilfellum var hægt að framlengja hluta gagnaraða um nokkuð mörg ár. Í nokkrum tilfellum kemur brot í gagnaraðir vegna staðlabreytinga, t.d. gagnaraðir um greiðslujöfnuður, erlenda stöðu, og efnahag viðskiptabanka. Í sumum tilvikum var hægt að skara gagnaraðir þannig að gögn samkvæmt eldri aðferðafræði skarast við gögn samkvæmt nýrri aðferðafræði. Ekki var hægt að framlengja allar gagnaraðir úr Hagskinnu þar sem breytingar á gagnavinnslu höfðu gert út af við framsetningu, t.d. lánakerfi, sem var heimasmíðuð tilraun til að búa til "fjármálareikninga". Í einhverjum tilfellum voru gögn of ósamstæð og/eða göt í gagnaröðum sem gerðu framlengingar ómögulegar.